Erlent

Verkfallið kostar Frakka 36 milljarða á dag

Starfsmenn ríkislestarfyrirtækisins SNCF funda vegna verkfallsins.
Starfsmenn ríkislestarfyrirtækisins SNCF funda vegna verkfallsins. MYND/AFP

Verkfall opinberra starfsmanna í Frakklandi kostar Frakka allt að 36 milljörðum íslenskra króna á dag. Þetta sagði Christine Legarde fjármálaráðherra í dag. Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna hafa gengið til liðs við starfsfólk í samgöngum og orkumálum sem verið hafa í verkfalli á aðra viku.

Verkfallið hefur lamað líf almennings í landinu og margir segja minnihluta Frakka halda landinu í gíslingu.

Skólar eru lokaðir, sjúkrahús veita aðeins lágmarks þjónustu, almenningssamgöngur eru í lamaslessi og flugumferð hefur raskast.

Mörg þúsund manns mótmæltu í París, Rúðuborg, Strassborg, Marseille, Grenoble, Lyon og fleiri borgum.

Mótmælin gætu verið mesta andstaða við umbótastefnu Nicolas Sarkozy forseta frá því hann var kjörinn forseti í maí síðastliðinn.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×