Erlent

Háloftaræninginn handsamaður

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Kaupsýslumenn nýta gjarnan tímann í flugvélum til að hvíla sig.
Kaupsýslumenn nýta gjarnan tímann í flugvélum til að hvíla sig. MYND/Getty Images

Kínverskur þjófur sem gerði það að iðju sinni að ræna flugfarþega í miðju flugi hefur verið handtekinn. Li Mingwan keypti ódýra flugmiða og flaug til ríkra borga eða svæða til að ræna grunlausa farþega. Lögreglan segir að hann hafi stolið um þremur milljónum íslenskra króna um borð í flugvélum.

Li keypti miða með 209 flugum á 15 mánaða tímabili. Hann sigtaði út menn í viðskiptaerindum og stal frá þeim á meðan þeir sváfu eða horfðu á kvikmyndir.

Að sögn fréttastofunni Ananova var hann gómaður á Shijiazhuang flugvelli um 320 kílómetra suður af Peking. Þá hafði farþegi sem sat fyrir framan hann tilkynnt áhöfninni um þjófnað. Flugáhöfnin lét flugvallalögreglu tafarlaust vita.

Li sem er frá rólegu hverfi í Henan héraði í Kína viðurkenndi brot sín. Hann sagði mun auðveldara að stela í flugvél en annars staðar, þar sem fólk væri vanalega sofandi eða að horfa á kvikmyndir. „Árangurinn var yfir 40 prósent hjá mér," sagði hann.

 

Li á von á 15 ára fangelsisvist fyrir brotin.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×