Erlent

Málaliðar handteknir í Írak

MYND/AP

Íraskar öryggissveitir handtóku í dag 43 einstaklinga vegna skotbardaga í Bagdad þar sem kona særðist. Hinir handteknu eru starfsmenn öryggisfyrirtækis sem starfar í borginni. Tveir þeirra eru Bandaríkjamenn og flestir hinna útlendingar eftir því sem fréttastofa Reuters greinir frá. Handtökurnar eru sagðar til merkis um að málaliðarnir sem starfa í landinu séu ekki yfir lögin hafnir en mál Blackwater fyrirtækisins hefur verið mikið í umræðunni undanfarið.

Málaliðarnir voru á leið til flugvallar í borginni í bílalest þegar þeir skutu á hóp almennra borgara með þeim afleiðingum að konan slasaðisr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×