Erlent

70 námuverkamenn látnir í Úkraínu.

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Að minnsta kosti 70 námuverkamenn eru látnir eftir sprengingu neðanjarðar og óttast er um líf 30 til viðbótar í Donetsk héraði í Úkraínu. Eldar hindra björgunarstörf við námuna í Zasyadko sem er í austurhluta Donetsk.

Verkalýðsforkólfur námumanna í landinu hefur dregið mjög í efa að nokkur finnist á lífi samkvæmt heimildum BBC.

Sprengingin varð vegna samsöfnunar metan gass og varð meira en þúsund metra undir yfirborði jarðar. Þetta er versta slys í Úkraínu í mörg ár.

Hundruð örvæntingarfullra ættingja bíða við námuna eftir fréttum af námumönnunum. Embættismaður las upp nöfn þeirra sem staðfest er að látnir séu fyrir framan fólkið og fjöldi manns brast í grát.

Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorgar vegna slyssins.

Að minnsta kosti 360 var bjargað, en 450 manns voru neðanjarðar þegar sprengingin átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×