Erlent

Neyðaraðstoð streymir til Bangladesh

Neyðaraðstoð streymir nú til Bangladesh í kjölfar náttúruhamfaranna þar fyrir helgina. Stjórnvöld hafa staðfest að yfir 3.000 manns eru látnir en óttast er að þegar upp er staðið verði sú tala nokkuð yfir 10.000 manns.

Um milljón manns eru á vergangi í landinu eftir að fellibylurinn Sidr jafnaði tugi þúsunda heimila við jörðu á fimmtudag. Margar vestrænar þjóðir hafa þegar sent hjálpargögn og björgunarlið til landsins og von er á meiru á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×