Fótbolti

Binya fékk sex leikja bann fyrir tæklinguna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Binya gengur niðurlútur af velli eftir rauða spjaldið.
Binya gengur niðurlútur af velli eftir rauða spjaldið. Nordic Photos / AFP

Augustin Binya hefur verið dæmdur í sex leikja bann fyrir tæklinguna hrottalegu í leik Benfica og Glasgow Celtic í Meistaradeildinni fyrr í mánuðinum.

Binya braut harkalega á Scott Brown, leikmanni Celtic, eins og sjá má á þessu myndbandi.

Hann fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið og nú hefur aganefnd UEFA dæmt hann í sex leikja bann. Hann hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum.

Benfica á tvo leiki eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en það er í neðsta sæti riðilsins með þrjú stig. Celtic vann umræddan leik og er með sex stig í riðlinum, eins og Shakhtar Donetsk frá Úkraínu. Arsenal er á toppi riðlsins með níu stig og er þegar komið áfram í 16-liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×