Erlent

Khader stendur með Rasmusen – nánast alla leið

Naser Khader er leiðtogi Ny Alliance.
Naser Khader er leiðtogi Ny Alliance.

Það er komin upp skrýtin staða í dönskum stjórnmálum. Anders Fogh Rasmusen forsætisráðherra heldur meirihluta með einum þingmanni. Það er hinn færeyski Edmund Joensen sem vill ekki skipta sér af innanríkismálum.

Hann segir danska þingmenn þurfa að útkljá sín innanríkismálum og hefur tilkynnt Rasmusen þessar skoðanir sínar.

Það þýðir að Naser Khader og flokkur hans Ny Alliance skiptir forsætisráðherrann allt í einu miklu máli. Khader sem er umdeildur sagði nú í kvöld að hann stæði með Rasmusen í innanríkismálum, nánast alla leið.

Hann segist þó ekki geta verið sammála Rasmusen í skattamálum og sumum málum innflytjenda.

Það má því segja að Anders Fogh Rasmusen sé í miklum vandræðum þessa dagana. Nái hann ekki að leysa þetta mál þarf hann að fara til drottningarinnar, sem er ekki efst á óskalistanum hjá forsætisráðherranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×