Innlent

Ætluðu að geyma Fáskrúðsfjarðardópið nálægt Hellu

Fáskrúðsfjarðarsmyglurunum tókst ekki að koma dópinu úr bátnum.
Fáskrúðsfjarðarsmyglurunum tókst ekki að koma dópinu úr bátnum.
Visir hefur heimildir fyrir því að skipuleggjendur skútusmyglsins á Fáskrúðsfirði hafi verið búnir að gera ráðstafnir með að geyma dópið í sumarbústað nálægt Hellu í Rangárvallasýslu eftir búið var að koma því í land.

Sá bústaður er í eigu konu Arnars Gústafssonar sem handtekinn var vegna málsins í síðasta mánuði en var sleppt að loknum yfirheyrslum. Arnar er æskuvinur Einars Jökuls Einarssonar, sem er grunaður um að vera einn af skipuleggjendum smyglsins. Heimildir Vísis herma að Einar Jökull hafi komið að máli við Arnar fyrir um hálfu ári og spurt um leyfi til að geyma efnin á landareign bústaðarins. Það ku hafa verið auðsótt mál af hálfu Arnars.

Marínó Einar Árnason, sem handtekinn var á bryggjunni í Fáskrúðsfirði og situr í gæsluvarðhaldi til 29. nóvember, var síðan í sambandi við Arnar en hann átti að ferja dópið frá Fáskrúðsfirði í bústaðinn.

Ekkert varð af flutningnum því lögreglan stoppaði smyglarana á hafnarbakkanum á Fáskrúðsfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×