Innlent

Fáskrúðsfjarðardópinu pakkað á tveimur stöðum

Fáskrúðsfjarðardópinu var pakkað á tveimur stöðum í Danmörku.
Fáskrúðsfjarðardópinu var pakkað á tveimur stöðum í Danmörku.
Fíkniefnin sem lögreglan lagði hald á í Fáskrúðsfjarðarhöfn 20. september síðastliðinn voru útbúinn til flutnings sjóleiðina á tveimur stöðum í Danmörku, Kaupmannahöfn og Hanstholm.

Stórum hluta fíkniefnanna var pakkað í flotholt af Bjarna Hrafnkelssyni og dönskum félaga hans í Kaupmannahöfn. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem sigldu smyglskútunni til Íslands, pökkuðu afgangnum á sjómannaheimili í Hanstholm. Í báðum tilfellum sá Einar Jökull Einarsson um að útvega flotholtin og efnin samkvæmt því sem heimildir Vísis herma. Guðbjarni og Alvar lögðu síðan úr höfn á smyglskútunni frá Hanstholm áleiðis til Íslands þar sem þeir voru handteknir.

Fjórmenningarnir sitja allir á bak við lás og slá. Bjarni, Einar Jökull og Guðbjarni hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. desember og Alvar hefur þegar hafið afplánun gamals dóms.

Alls gerði lögreglan upptæk 24 kíló af amfetamíni auk töluverðs magns af e-pillum og e-pilludufti í skútunni í Fáskrúðsfjarðarhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×