Innlent

Smyglskútumenn í sex vikna gæsluvarðhald

Þrír menn úr smyglskútumálinu var úrskurðaðir í sex vikna gæsluvarðhald í dag.
Þrír menn úr smyglskútumálinu var úrskurðaðir í sex vikna gæsluvarðhald í dag.
Bjarni Hrafnkelsson, Einar Jökull Einarsson og Guðbjarni Traustason, sem allir eru grunaðir um aðild að smyglskútumálinu á Fáskrúðsfirði, voru í dag dæmdir í sex vikna gæsluvarðhald, fram til 20. desember.

Þremenningarnir hafa allir þrír setið í gæsluvarðhaldi síðan 20. september þegar skútan var tekin í Fáskrúðsfjarðarhöfn.

Einar Jökull var sá síðasti þeirra sem slapp úr einangrun en hann fór í lausagæslu á þriðjudaginn.

Bjarni og Einar Jökull voru báðir handteknir á höfuðborgarsvæðinu en Guðbjarni var tekinn um borð í skútunni á Fáskrúðsfirði. Alvar Óskarsson, sem einnig var tekinn í skútinni, er ekki lengur í gæsluvarðhaldi þar sem hann hefur hafið afplánun dóms sem hann fékk fyrir annað mál.

Marínó Einar Árnason, sem handtekinn var á bryggju Fáskrúðsfjarðarhafnar, var á dögunum úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×