Vopn og fíkniefni fundust hjá Fáfnismönnum 1. nóvember 2007 19:47 Jón Trausti Lúthersson meðlimur Fáfnissamtakanna var einn þeirra handteknu í dag. Myndin er síðan hann var handtekinn í Leifsstöð fyrir nokkrum árum. Samkvæmt heimildum Vísis lagði lögreglan hald á tölvur, vopn og fíkniefni í húsleit sinni hjá mótorhjólaklúbbi Fáfnis í dag. Húsleitin tengist rannsókn á fíkniefnamáli en lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu. Ekki náðist í Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóra á Suðurnesjum en Hörður Jóhannesson hjá lögreglunni í Reykjavík staðfesti við Vísi að húsleitin tengdist fíkniefnamáli. „Lögreglan á Suðurnesjum fékk úrskurð um húsleit og við vorum bara að aðstoða þá, ég veit ekkert meira, " sagði Hörður Jóhannesson um málið. Vísir hefur heimildir fyrir því að von sé á komu nokkurra meðlima Hells Angels hingað til lands um helgina. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins kom fram að samtökin héldu upp á 11 ára afmæli um þessar mundir og von væri á 18 meðlimum Hells Angesl samtakanna tengdu því. Einnig kom fram að mikill viðbúnaður væri í Leifsstöð af þessum sökum og meðal annars yrðu allir tollverðir stöðvarinnar á vakt nú um helgina. Flugstöðinni væri nánast haldið í herkví. Enn fremur hefur Vísir heimildir fyrir því að lögreglan hér á landi hafi fengið vísbendingar frá kollegum sínum í Danmörku um að Fáfnir hafi áætlanir um og hafi í langan tíma reynt að verða viðurkennd samtök innan Hells Angels, en þær áætlanir séu ekki gengnar í gegn. Hells Angels eru talin ein hættulegustu glæpasamtök á norðurlöndum. Ef áform Fáfnismanna um að gerast viðurkenndir meðlimir Hells Angels ganga í gegn er komin upp sú staða að alþjóðleg glæpasamtök eru komin með útibú hér á landi. „Þetta er bölvuð vitleysa, þeir fá ekki einu sinni að koma hingað til lands. Ég segi nú bara eins og Ólafur í næturvaktinni; þurfum við eitthvað að ræða þetta," sagði Sverrir Þór Einarsson einn meðlima klúbbsins í samtali við Vísi aðspurður um komu Hells Angels manna. Hann sagði engin áform um að þessir menn væru á leið til landsins en sagði kristilegan arm samtakanna ætla að hittast um helgina og biðja saman. „Við ætlum að biðja fyrir veikum og sjúkum." Upptöku af því þegar Víkingasveitin réðst inn í klúbbhúsið má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Myndband: Vopnuð víkingasveit ræðst inn í mótorhjólaklúbb Húsleit lögreglunnar í klúbbhúsi bifhjólaklúbbsins Fáfnis í dag náðist á myndband. Hægt er að sjá myndbandið hér á síðunni. 1. nóvember 2007 17:06 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis lagði lögreglan hald á tölvur, vopn og fíkniefni í húsleit sinni hjá mótorhjólaklúbbi Fáfnis í dag. Húsleitin tengist rannsókn á fíkniefnamáli en lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu. Ekki náðist í Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóra á Suðurnesjum en Hörður Jóhannesson hjá lögreglunni í Reykjavík staðfesti við Vísi að húsleitin tengdist fíkniefnamáli. „Lögreglan á Suðurnesjum fékk úrskurð um húsleit og við vorum bara að aðstoða þá, ég veit ekkert meira, " sagði Hörður Jóhannesson um málið. Vísir hefur heimildir fyrir því að von sé á komu nokkurra meðlima Hells Angels hingað til lands um helgina. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins kom fram að samtökin héldu upp á 11 ára afmæli um þessar mundir og von væri á 18 meðlimum Hells Angesl samtakanna tengdu því. Einnig kom fram að mikill viðbúnaður væri í Leifsstöð af þessum sökum og meðal annars yrðu allir tollverðir stöðvarinnar á vakt nú um helgina. Flugstöðinni væri nánast haldið í herkví. Enn fremur hefur Vísir heimildir fyrir því að lögreglan hér á landi hafi fengið vísbendingar frá kollegum sínum í Danmörku um að Fáfnir hafi áætlanir um og hafi í langan tíma reynt að verða viðurkennd samtök innan Hells Angels, en þær áætlanir séu ekki gengnar í gegn. Hells Angels eru talin ein hættulegustu glæpasamtök á norðurlöndum. Ef áform Fáfnismanna um að gerast viðurkenndir meðlimir Hells Angels ganga í gegn er komin upp sú staða að alþjóðleg glæpasamtök eru komin með útibú hér á landi. „Þetta er bölvuð vitleysa, þeir fá ekki einu sinni að koma hingað til lands. Ég segi nú bara eins og Ólafur í næturvaktinni; þurfum við eitthvað að ræða þetta," sagði Sverrir Þór Einarsson einn meðlima klúbbsins í samtali við Vísi aðspurður um komu Hells Angels manna. Hann sagði engin áform um að þessir menn væru á leið til landsins en sagði kristilegan arm samtakanna ætla að hittast um helgina og biðja saman. „Við ætlum að biðja fyrir veikum og sjúkum." Upptöku af því þegar Víkingasveitin réðst inn í klúbbhúsið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Myndband: Vopnuð víkingasveit ræðst inn í mótorhjólaklúbb Húsleit lögreglunnar í klúbbhúsi bifhjólaklúbbsins Fáfnis í dag náðist á myndband. Hægt er að sjá myndbandið hér á síðunni. 1. nóvember 2007 17:06 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Myndband: Vopnuð víkingasveit ræðst inn í mótorhjólaklúbb Húsleit lögreglunnar í klúbbhúsi bifhjólaklúbbsins Fáfnis í dag náðist á myndband. Hægt er að sjá myndbandið hér á síðunni. 1. nóvember 2007 17:06