Fótbolti

Kirkja Maradona

AFP

Hópur fólks í Rosario í Argentínu hélt í síðustu viku upp á sérstaka jólahátíð sem tileinkuð er einum besta knattspyrnumanni allra tíma, Diego Maradona.

Maradona-Kirkjan - eða Kirkja Handar Guðs, er söfnuður sem varð til árið 1998 og hélt sína fyrstu samkomu árið 2001. Sagt er að 80,000 manns séu í kirkjunni sem heldur jólahátíðina í kring um afmæli "frelsarans" og páskarnir bera upp á dagsetninguna þegar Maradona gerði út um Englendinga með tveimur mörkum á HM fyrir 21 ári síðan.

Ekki nóg með það heldur hefur söfnuðurinn sína eigin biblíu, sem er ævisaga Maradona, og sín eigin 10 boðorð (eins og "Skíra skaltu son þinn Diego"). Þeir sem hafa á einhvern hátt hjálpað Maradona á ævi sinni eru postular og jólatréð er skreitt myndum frá dögum Maradona sem leikmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×