Erlent

Noel veldur miklum skaða

Gervinhnattarmynd af Noel.
Gervinhnattarmynd af Noel. MYND/AFP

Að minnsta kosti 13 létu lífið þegar hitabeltisstormurinn Noel gekk yfir Dóminíska lýðveldið í dag. Mikil úrkoma fylgdi storminum og þá gengu flóðbylgjur víða á land.

Heil fjölskylda lét lífið þegar heimili hennar hrundi í veðurofsanum. Þá lét önnur fjölskylda lífið þegar veggur hrundi ofan á bifreið hennar. Yfirvöld hafa þegar staðfest að 13 manns hafi látið lífið en óttast er að allt fimm til viðbótar hafi einnig látið lífið í óveðrinu.

Mörg hundruð hús skemmdust eða eyðilögðust í storminum og þá fór rafmagn af stórum svæðum. Noel stefnir nú í átt að Bahamas eyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×