Innlent

Varað við stórauknu framboði á e-töflum

 

Framboð e-taflna hefur stóraukist hér á landi undanfarnar vikur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við neyslu þessara taflna og boðaði til blaðamannafundar í morgun vegna málsins.

 

Undanfarnar vikur hefur fundist töluvert magn e-taflna og í síðasta mánuði fundust 1800 e-töflur og mikið MDMA-duft sem notað er í e-töflur í einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar eða Pólstjörnumálinu svokallaða.

Um svipað leyti á síðasta ári varaði lögreglan við notkun e-taflna en þá komu upp þrjú mjög alvarleg tilvik. Lögreglan segir tvær tegundir e-taflna vera í umferð um þessar mundir. Þær eru rústrauðar með þrykktum broskarli á og hvítar með tölustöfunum 007. Lögreglan segir markhópinn mjög ungan eða 16-20 ára ungmenni.

 

Fram kemur á vef SÁÁ að e-töflur geti valdið skyndidauða vegna eitrunar en slíkt er ekki fyrir hendi þegar LSD er notað. Nú þykir sannað að yfir 100 einstaklingar hafi látist af völdum efnisins á síðustu fimm árum. Í öðru lagi þykir sannað að efnið getur valdið heilaskemmdum við tiltölulega litla notkun. Skemmdirnar koma þá fram sem varanlegt þunglyndi eða kvíði. er efnið sagt valda skyndilegu og svæsnu þunglyndi í neyslunni og rétt eftir hana og svipar að þessu leiti til LSD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×