Erlent

Þúsundum minka sleppt í Danmörku

Tvö þúsund minkar fengu frelsið í nótt þegar brotist var inn í minnkabú í nágrenni Holsterbro í Danmörku og búrin opnuð. Minnkarnir sjást nú fara um í hópum í nágrenninu og hamast menn nú við að fanga dýrin á ný.

Lögreglan segist litlar vísbendingar hafa í málinu en líklegt þykir að dýraverndunarsinnar hafi látið til skarar skríða og veitt dýrunum frelsi.

Frelsið varð þó skammvinnt fyrir mörg dýranna því minkabúið er í nágrenni við hraðbraut og hafa ökumenn nú þegar ekið yfir fjölda þeirra. Lögreglumaðurinn sem danska ríkisútvarpið talaði við sagði til dæmis að hann hefði sjálfur ekið yfir fimm minka á leiðinni í útkallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×