Erlent

Skógareldar í Malíbú ógna glæsivillum

MYND/Getty

Miklir skógareldar geysa nú í Malibu í Californíu í Bandaríkjunum. Tugir húsa hafa orðið eldinum að bráð og þúsundir hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín.

Stjörnur á borð við Mel Gibson og Barböru Streisand eru nú á milli vonar og ótta þar sem hús þeirra eru á svæði sem talið er í mikilli hættu.

Upptök eldanna eru rakin til rafmagnslínu sem féll í jörðina en miklir þurrkar undanfarna daga gera það að verkum að afar erfitt hefur reynst að ráða niðurlögum eldhafsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×