Innlent

Lögreglan hleraði síma smyglskútumanna í tíu mánuði

Hleranir höfðu staðið yfir í tíu mánuði áður en dópskútan var tekin á Fáskrúðsfirði.
Hleranir höfðu staðið yfir í tíu mánuði áður en dópskútan var tekin á Fáskrúðsfirði.
Rannsókn smyglskútumálsins á Fáskrúðsfirði hefur staðið afar lengi. Vísir hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi fyrst beðið um leyfi til hlerunar í byrjun desember á síðasta ári. Þá var beðið um leyfi til að hlera nokkur símanúmer í eigu Einars Jökuls Einarssonar, annars meints höfuðpaurs smyglsins.

Í lok mars var síðan beðið um heimild til að hlera símanúmer Bjarna Hrafnkelssonar, sem er hinn meinti höfuðpaur þessa stærsta fíkniefnasmygls Íslandssögunnar. Bæði Bjarni og Einar Jökull voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu að morgni 20. september, sama dag og fíkniefnin voru tekin um borð í skútunni á Fáskrúðsfirði.

Lögreglan hleraði einnig síma þeirra Guðbjarna Traustasonar og Alvars Óskarssonar sem teknir voru um borð í skútunni. Beðið var um leyfi til að hlera þeirra síma í byrjun september sem og síma Marínós Einars Árnasonar sem handtekinn var við höfnina á Fáskrúðsfirði. Hann er grunaður um að hafa átt að flytja fíkniefnin til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×