Erlent

Mafíósi missti töluna eftir 50 morð

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/Getty Images

Mafíuforinginn sem er fyrirmynd Sopranos sjónvarpsþáttanna missti töluna á þeim fjölda sem hann lét myrða. Hann hætti að telja þegar hann var kominn upp í 50.

Leigumorðinginn Larry Mazza var vitni við réttarhöldin gegn fulltrúa FBI, DeVecchio, sem ákærður er fyrir að leka upplýsingum lögreglunnar til mafíósans Gregory Scarpa. Hann segir Scarpa sem þekktur er sem „grimmi sláttumaðurinn" hafi sagt honum að hætta að telja eftir 50.

Mazza lýsti kvöldverði sem Scarpa hélt til að fagna morðinu á Mary Bari árið 1984. Hann hafi skotið hana og við það hafi eyrað farið af. Hundur hafi fundið eyrað og það hafi honum þótt afar fyndið. Scarpa mun hafa skotið konuna sjálfur þar sem hann hafi verið sá eini sem hafi getað fengið af sér að drepa konu.

Mazza var hægri hönd Scarpa áður en hann reyndi að losna úr mafíunni. Hann sagðist hafa verið mjög náinn Scarpa og kallaði hann forhert og ofbeldissinnað dýr. Hann sagði hann hræðilega manneskju.

Scarpa stærði sig af því að hafa uppljóstrara innan lögreglunnar, en nefndi aldrei nafn DeVecchios.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×