Erlent

Bhutto: „Þessir hugleysingjar eru ekki múslimar“

Tvær bílasprengjur sprungu í miðri  mannþrönginni.
Tvær bílasprengjur sprungu í miðri mannþrönginni. MYND/AFP

Benazir Bhutto sagði á blaðamannafundi í dag að þeir hugleysingjar sem stóðu á bakvið sprengjutilræðin í Karachi í gærkvöldi og grönduðu að minnsta kosti 136 manns, væru ekki sannir múslimar. Tvær sprengjur sprungu í miðri mannþröng þegar bíl hennar var ekki í gegnum götur borgarinnar þegar hún sneri til baka eftir átta ára í útlegð.

Bhutto sakaði ekki en var flutt burt í skyndi. Hún sagði að múslimar gætu ekki ráðist á konu, þeir gætu ekki ráðist á saklaust fólk. Forsætisráðherrann fyrrverandi þakkaði Allah fyrir að vernda sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×