Erlent

Fallið frá hugmyndum um bandaríki Evrópu

Fallið er frá hugmyndinum um bandaríki Evrópu og sameiginlegan þjóðsöng álfunnar í nýjum sáttmála sem leiðtogar ríkja Evrópusambandsins samþykktu í Lissabon gær.

Sáttmálanum er ætlað að koma í stað sameiginlegrar stjórnarskrár sambandsins sem felld var í þjóðaratkvæðagreiðslu í Hollandi og Frakklandi árið 2005. Miðar hann meðal annars því að flýta öllu ákvörðunarferli innan sambandsins. Kveðið er á um að komið verði á fót embætti utanríkisráðherra Evrópusambandsins og að kjörinn verði sérstakur forseti leiðtogaráðsins.

Pólverjar fengu það í gegn að smærri ríki geti frestað ákvörðunum sambandsins og Ítalir fengu auka sæti á Evrópuþinginu. Munu þeir þá hafa jafnmarga fulltrúa og Bretar á þinginu.

Í sáttmálanum er þó fallið frá öllum hugmyndum um Bandaríki Evrópu sem voru upphaflega í stjórnarskránni. Þar á meðal sameiginlegur þjóðsöng Evrópusambandsins og þjóðfána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×