Erlent

Áströlsk börn fundu lík í ferðatösku

Hópur barna sem var við leik í almenningsgarði í Ástralíu fann nakið lík barns þegar þau opnuðu ferðatösku sem flaut í tjörn í garðinum. Lögregla leitar nú á svæðinu Rosemeadow í úthverfi Sydney og ræðir við vitni í leit að vísbendingum.

Erfitt hefur reynst að bera kennsl á líkið þar sem það hafði verið í vatninu í einhvern tíma. Þrátt fyrir það telur lögreglan að það sé af dreng á aldrinum fimm til tíu ára.

Um 10 börn á aldrinum 10-12 voru að leik í garðinum í gær þegar þau tóku eftir svartri ferðatösku með rennilás í vatninu. Taskan er nógu lítil til að setja undir flugsæti. Þau náðu henni upp úr vatninu og opnuðu. Líkið var að hluta vafið í plast.

Sky fréttastofan hefur eftir einu barnanna að það hafi verið að hjóla framhjá þegar það hafi heyrt að dautt svín væri í tjörninni. Drengurinn hafi orðið forvitinn og farið að sjá. Hann og annar vinur hans náðu síðan í prik og sneru líkinu við. Þá komu í ljós fætur.

Íbúðarhús eru allt í kringum garðinn sem er vinsæll fyrir ýmis konar útivist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×