Erlent

Bhutto grét við komuna til Pakistan

Bhenazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra hefur snúið aftur eftir átta ára útlegð.
Bhenazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra hefur snúið aftur eftir átta ára útlegð. MYND/AFP

Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan lenti á flugvelli í Karachi stærstu borgar Pakistan nú rétt í þessu eftir átta ára útlegð. Hundruð þúsunda hafa safnast saman á götum borgarinnar til að fagna komu hennar til landsins. Bhutto tárfelldi og sagðist vera mjög spennt, glöð og afskaplega stolt. Lýðræði yrði að vera til staðar í landinu.

Stjórnmálaflokkur hennar, the People´s party, býst við að milljónir fagni henni á götum úti þegar hún keyrir í gegnum götur Karachi í dag.

Óttast er um öryggi Bhutto eftir hótanir gegn henni og stuðningsmönnum hennar.

Um 2.500 hermenn eru í kringum Karachi flugvöll og 10.000 til viðbótar í viðbragðsstöðu. Embættismenn segja 3.500 lögreglumenn muni sinna löggæslu við leiðina sem Bhutto fer í dag, þar á meðal sjö sprengjusveitir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×