Erlent

Mannakjöt bragðast eins og svínakjöt - bara örlítið beiskara

Armin Meiwes var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Honum mun væntanlega verða sleppt árið 2017.
Armin Meiwes var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Honum mun væntanlega verða sleppt árið 2017.

Þýska mannætan, Armin Meiwes, segist hafa beðið í yfir þrjátíu ár eftir að fá að bragða á mannakjöti. Þetta kom fram í viðtali sem þýska sjónvarpsstöðin RTL tók við hann fyrir skemmstu. Meiwes segir mannakjöt bragðast eins og svínakjöt.

Armin Meiwes var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2002 fyrir að hafa drepið og síðan snætt tölvunarfræðinginn Bernd Brandes. Mennirnir hittust á Netinu og komust seinna að samkomulagi um verknaðinn. Eftir að Brandes var búinn að taka inn 20 róandi töflur og drekka heila flösku af áfengi skar Meiwes af honum getnaðarliminn. Síðan snæddu þeir hann saman. Eftir um tíu klukkustundir lést Brandes af völdum blóðskorts.

Í viðtalinu á sjónvarpsstöðinni RTL sagðist Meiwes hafa skorið líkama Brandes niður í litla búta. Hann hafi síðan prufað ýmsar eldunaraðferðir. Oftast hafi hann þó steikt kjötið og kryddað með salti og pipar. Þá notaði hann hvítlauk og múskat til að bragðbæta og bar fram með kartöflukrókettu, káli og piparsósu.

„Kjötið smakkaðist eins og svínakjöt bara örlítið beiskara og sterkara. Þetta var mjög gott," sagði Meiwes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×