Erlent

Stal traktorum sér til gamans

MYND/Getty Images

Lögreglan í Sönderborg í Danmörku handtók í gær karlmann á þrítugsaldri fyrir að stela tveimur traktorum og gröfu. Svo virðist sem maðurinn hafi stolið vélunum sér til gamans.

Lögreglan fann vélarnar á bóndabæ mannsins en verðmæti þeirra er metið á um 25 milljónir íslenskra króna. Báðir traktorarnir voru illa skemmdir þegar lögreglan fann þá en grafan virtist í góðu lagi.

Að sögn lögreglunnar í Sönderborg virðist maðurinn ekki hafa stolið vélunum til þess að græða pening heldur fyrst og fremst sér til gamans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×