Erlent

Kínverjar sármóðgaðir út í Bandaríkjamenn

Frá fundi Bush, Bandaríkjaforseta, og Dalai Lama árið 2003.
Frá fundi Bush, Bandaríkjaforseta, og Dalai Lama árið 2003. MYND/AFP

Kínverjar hafa gagnrýnt Bandaríkjamenn harðlega fyrir að hafa veitt Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbet, Gullorðu Bandaríkjaþings í gær. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir orðuveitinguna hafa grafið undan samskiptum landanna.

Í yfirlýsingu kínverska utanríkisráðuneytisins segir ennfremur að með orðuveitingunni séu Bandaríkjamenn með grófum hætti að skipta sér af innanríkismálum í Kína. Með því hafi þeir móðgað kínversku þjóðina.

Við athöfnina í gær sagði Dalai Lama að ákveðins misskilnings gætti hjá Kínverjum. Hann sagðist ekki vera berjast fyrir sjálfstæði Tíbets eins og Kínverjar hafa sakað hann um heldur fyrst og fremst að Tíbetbúar fái meira sjálfræði frá miðstjórninni í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×