Erlent

Bretar íhuga að gera tilkall til svæða við Suðurskautslandið

Ferðamenn á Suðurskautinu.
Ferðamenn á Suðurskautinu. MYND/AFP

Bresk stjórnvöld íhuga nú að gera tilkall til yfirráðar yfir hafsvæði við Suðurskautslandið sem er um milljón ferkílómetrar að stærð. Með því vilja Bretar tryggja hagsmuni sína á svæðinu en frestur til að gera tilkalla til svæða við Suðurskautslandið rennur út í maímánuði árið 2009.

Um fimmtíu ríki geta gert tilkall til hafsvæða við Suðurskautslandið. Nú þegar hafa Rússar, Ástralir, Frakkar og Brasilíumenn gert tilkall til svæða en ekki er ólíklegt að fleiri bætist í hópinn áður en frestur til að skila inn tilköllum til Sameinuðu þjóðanna rennur út árið 2009. Vísindamenn telja líklegt að á hafsvæðunum við Suðurskautslandið megi finna mikil auðæfi. Meðal annars olíu, jarðgas og fiskveiðiréttindi.

Tilkall Breta stangast á við við alþjóðlegan sáttmála um Suðurskautslandið sem gerður var árið 1959. Þrátt fyrir að breskir embættismenn telji ólíklegt að sá samningur verði felldur úr gildi telja þeir rétt að leggja fram tilkallið til að tryggja breska hagsmuni á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×