Erlent

Nærri 8 þúsund prósent verðbólga

MYND/AFP

Verðbólgan í Afríkuríkinu Zimbabwe jókst um nærri 1.500 prósentustig í síðastliðnum mánuði. Verðbólgan mælist nú 7.982,1 prósent og hefur aldrei verið hærri.

Efnhagsástandið í Zimbabwe hefur farið síversnandi frá árinu 1998. Ítrekaðir uppskerubrestir vegna óvenju slæms tíðarfars og viðskiptahindranir Evrópusambandsins á hendur stjórn Mugabe, forseta Zimbabwe, hefur lagt sitt á vogarskálarnar til að gera ástandið enn verra.

Í ágústmánuði mældist verðbólgan 6.592,8 prósent og hafði lækkað um nærri 1.100 prósentustig milli mánaða. Verðbólgan fór fyrst yfir þúsund prósent á síðasta ári. Seðlabanki Zimbabwe hækkaði nýverið stýrivexti upp í 800 prósent og hefur einnig tilkynnt um myntbreytingu sem vonast er til að muni spyrna gegn svartamarkaðsbraski á gjaldeyrismarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×