Erlent

Bhutto snýr aftur til Pakistan

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan.
Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan. MYND/AFP

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hyggst snúa aftur til heimalands síns á morgun eftir nærri átta ára sjálfskipaða útlegð. Þetta kom fram í máli Bhutto á blaðamannafundi í Dubai í morgun.

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hafði áður beðið Bhutto um að fresta fyrirhugaðri heimför sinni þangað til hæstiréttur landsins hefur úrskurðar um lögmæti endurkjörs hans í forsetaembættið. Þá hafa leiðtogar Talibana í Pakistan einnig hótað Bhutto lífláti snúi hún aftur.

Í byrjun októbermánaðar ákváðu yfirvöld í Pakisstan að fella niður málsókn á hendur Bhutto vegna meintrar spillingar. Bhutto hefur verið í útlegð allt frá því að hún var dæmd í fangelsi árið 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×