Erlent

Innflytjendur valda samfélagslegum vandamálum í Bretlandi

Rúmenar fyrir framan breska sendiráðið í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, í þeirri von að fá atvinnuleyfi.
Rúmenar fyrir framan breska sendiráðið í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, í þeirri von að fá atvinnuleyfi. MYND/AFP

Vaxandi fjöldi innflytjenda frá Austur Evrópu til Bretlands hefur valdið auknum samfélagslegum vandamálum þar í landi. Þetta kemur fram í skýrslu breskra stjórnvalda sem birt var í morgun.

Í skýrslunni kemur fram að innflytjendur búi víða við bágbornar aðstæður. Margir séu heimilislausir og þeir sem hafa þak yfir höfuðið búi oftar en ekki í lélegu húsnæði og séu látnir borga himinháa leigu. Þá hafa glæpir í breskum borgum farið vaxandi í samræmi við aukinn fjölda innflytjenda.

Stjórnvöld í Bretlandi hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum og vilja þingmenn breska íhaldsflokksins að settir verði kvótar á innflytjendur frá Austur Evrópu til að stemma stigu við vaxandi fjölda þeirra í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×