Erlent

Kínverjar mótmæla fundi Bush og Dalai Lama

Frá fundi Bush og Dalai Lama árið 2003.
Frá fundi Bush og Dalai Lama árið 2003. MYND/AFP

Bush Bandaríkjaforseti hitti gær Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tíbet, þrátt fyrir hörð mótmæli kínverskra stjórnvalda. Leiðtogarnir hittust í íbúð Bandaríkjaforseta.

Þetta var í þriðja skiptið sem Bush, Bandaríkjaforseti, tekur á móti Daila Lama frá því hann tók við embætti árið 2001. Bush mun einnig verða viðstaddur þegar Daila Lama verður veitt Gullorða Bandaríkjaþings, æðsta heiðursmerki Bandaríkjanna, í þinghúsinu í dag.

Stjórnvöld í Kína hafa mótmælt bæði fundinum og orðuveitingunni harðlega. Vilja þau ennfremur að Bandaríkjamenn hætti við að veita Dalai Lama orðuna.

Aðalritara kínverska kommúnistaflokksins í Tíbet hefur gagnrýnt orðuveitinguna sérstaklega og segir hana vera móðgun við íbúa Tíbet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×