Erlent

Þúsundir Dana deyja árlega vegna bílamengunar

MYND/GVA

Um 3.400 Danir deyja á hverju ári vegna mengunar af völdum bílaumferðar eða nærri tíu sinnum fleiri en láta lífið þar í landi vegna umferðarslysa.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Samband sveitarfélaga í Danmörku lét gera. Þá láta allt að 500 Danir lífið árlega vegna streitu sem rekja má beint til aukinnar bílaumferðar.

Að mati margra Dana þykir skýrslan sanna að stjórnvöld þurfi að spyrna gegn fjölgun einkabíla. Meðal annars til að draga úr mengun. Ennfremur þurfi stjórnvöld að hvetja fólk til að nota almenningssamgöngur í meira mæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×