Erlent

Tyrkneska þingið tekur afstöðu til innrásar inn í Írak

MYND/AFP

Tyrkneska þingið greiðir í dag atkvæði um frumvarp ríkisstjórnar landsins sem kveður á um heimild til að senda tyrkneska hersveitir yfir landamærin til norðurhluta Íraks. Yfirvöld í Írak hafa varað við afleiðingum innrásarinnar.

Fyrirfram er búist við því að tyrkneska þingið samþykki frumvarpið en um sextíu þúsund tyrkneskir hermenn eru nú í viðbragðsstöðu við landamæri Íraks. Tyrknesk stjórnvöld eru undir miklum þrýstingi að bregðast við ítrekuðum skæruliðaárásum kúrda yfir landamærin sem á nokkrum vikum hefur kostað um fimmtán hermenn lífið. Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hefur sagt að þó frumvarpið verði samþykkt þýði það ekki endilega stjórnvöld muni nýta sér heimildina til innrásar.

Í gær varaði Barham Saleh, forseti Íraks, við því að innrásin muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Óttast að hann átökin kunni að stigmagnast og breiðast út. Alþjóðleg hjálparsamtök hafa einnig lýst yfir áhyggjum vegna fyrirætlana Tyrkja og segja ljóst að þúsundir manni muni þurfa að flýja heimili sín komi til átaka.

Vaxandi spenna á svæðinu hefur einnig haft áhrif á olíuverð á heimsörkuðum. Í gær hækkaði olíutunnan um 1,48 dollar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×