Erlent

Líbýa, Víetnam og Burkina Faso í öryggisráðið

MYND/AP

Líbýa, Víetnam og Burkina Faso voru í dag kosin í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir árin 2008-2009. Ísland býður sig fram til ráðsins fyrir næsta tímabil á eftir.

Líbýu var spáð sætinu þrátt fyrir að vera umdeildasta landið sem bauð sig fram. Valið stóð á milli landanna sem hlutu kosningu auk Króatíu, Tékklandi, Costa Rica og Dóminíska lýðveldinu.

Lýbía var studd af Afríkulöndum með Burkina Faso og framboðið fékk enga andstöðu. Sama staða var uppi með Víetnam sem var stutt af Asíulöndum án mótmæla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×