Erlent

Tilræði við Pútín í undirbúningi?

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands. MYND/AP

Rússneska leyniþjónustan hefur fengið viðvörun um að reynt verði að ráða Vladimir Pútín, forseta Rússlands, af dögum í fyrirhugaðri heimsókn hans til Írans næstkomandi þriðjudag.

Það er rússneska fréttastofan Interfax sem skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sínum í leyniþjónustunni að sjálfsmorðssprengjumenn og mannræningjar hafi undanfarið þjálfað sig í því augnamiði að ráða Pútín af dögum eða ræna honum. Stjórnvöld í Kreml neituðu að tjá sig um málið þegar Interfax innti þá eftir upplýsingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×