Erlent

Tyrkir gera stórskotaliðsárás á Írak

Aðskilnaðarsinni úr röðum Kúrda á landamærum Íraks og Tyrklands.
Aðskilnaðarsinni úr röðum Kúrda á landamærum Íraks og Tyrklands.

Tyrkneskar hersveitir skutu sjö til átta sprengjum á þorp við landamæri Tyrklands og Íraks nú í kvöld að því er Reuters hefur eftir vinum á svæðinu. Þorpið Nezdoor er í um fimm kílómetra fjarlægð frá landamærunum í Dahuk héraði. Engar fréttir hafa borist af mannfalli eða skemmdum í kjölfar árásarinnar.

Það þykir ekkert nýmæli að Tyrkir láti sprengjum rigna á svæðinu en í ljósi þess að nú liggur fyrir beiðni frá ríkistjórninni um að þingið í Ankara samþykki innrás í Írak er málið litið alvarlegri augum. Tyrkir ætla sér að ráðast inn í Írak til þess að berja niður aðskilnaðarsinna Kúrda sem þeir segja felast í fjallahéruðum á landamærum ríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×