Fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar Guðjón Helgason skrifar 12. október 2007 12:52 Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Verðlaunin fá Gore og nefndin fyrir framlag sitt í loftlagsmálum. Tilkynnt var um hver hreppti verðlaunin þetta árið í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunaféð er jafnvirði níutíu milljóna króna og skiptist jafnt milli Gore og nefndarinnar. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Ósló tíunda desember næstkomandi. Aðrir sem komu til greina í valinu á friðarverðlaunahafanum þetta árið voru Evrópusambandið, Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, og pólska konan Irena Sendler sem bjargaði gyðingabörnum í síðari heimstyrjöld. Í áliti nóbelsnefndarinnar segir að Gore og nefnd Sameinuðu þjóðanna fái verðlaunin fyrir að auka við þekkingu manna um hvaða áhrif verk þeirra hafi á loftslagsbreytingar. Gore hafi vakið athygli á vandanum með ýsmum hætti - meðal annars með kvikmyndinni Óþægilegur sannleikur sem var valin besta heimildamyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Gore segir í yfirlýsingu að hann sé hrærður. Hann ætlar að gefa allt verðlaunafé sitt til baráttusamtaka gegn loftslagsbreytingum. Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, var heiðursgestur á Umhverfisþingi í Reykjavík í morgun. Hann segir þetta merkan dag fyrir Sameinuðu þjóðirnar, Al Gore og ekki síst þau öfl í heiminum sem hafi tekið höndum saman í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Margir vilja Al Gore í forsetaframboð á næsta ári en eins og flestir vita fékk hann ekki lyklana að Hvíta húsinu eftir kosningarnar 2000. Hópur áhugasamra um framboð hans hefur verið stofnaður og birti heilsíðu auglýsingu í New York Times í fyrradag til að hvetja hann í slaginn. Sú barátta fær nú án efa byr undir báða vængi. Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Verðlaunin fá Gore og nefndin fyrir framlag sitt í loftlagsmálum. Tilkynnt var um hver hreppti verðlaunin þetta árið í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunaféð er jafnvirði níutíu milljóna króna og skiptist jafnt milli Gore og nefndarinnar. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Ósló tíunda desember næstkomandi. Aðrir sem komu til greina í valinu á friðarverðlaunahafanum þetta árið voru Evrópusambandið, Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, og pólska konan Irena Sendler sem bjargaði gyðingabörnum í síðari heimstyrjöld. Í áliti nóbelsnefndarinnar segir að Gore og nefnd Sameinuðu þjóðanna fái verðlaunin fyrir að auka við þekkingu manna um hvaða áhrif verk þeirra hafi á loftslagsbreytingar. Gore hafi vakið athygli á vandanum með ýsmum hætti - meðal annars með kvikmyndinni Óþægilegur sannleikur sem var valin besta heimildamyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Gore segir í yfirlýsingu að hann sé hrærður. Hann ætlar að gefa allt verðlaunafé sitt til baráttusamtaka gegn loftslagsbreytingum. Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, var heiðursgestur á Umhverfisþingi í Reykjavík í morgun. Hann segir þetta merkan dag fyrir Sameinuðu þjóðirnar, Al Gore og ekki síst þau öfl í heiminum sem hafi tekið höndum saman í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Margir vilja Al Gore í forsetaframboð á næsta ári en eins og flestir vita fékk hann ekki lyklana að Hvíta húsinu eftir kosningarnar 2000. Hópur áhugasamra um framboð hans hefur verið stofnaður og birti heilsíðu auglýsingu í New York Times í fyrradag til að hvetja hann í slaginn. Sú barátta fær nú án efa byr undir báða vængi.
Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira