Erlent

Öryggismál í skoðun eftir skemmdarverk á Monet

Öryggismál á frönskum söfnum er nú til endurskoðunnar þar í landi eftir að þekkt verk á þeim hafa ítrekað verið skemmd eða þeim stolið. Síðasta dæmið um skemmdarverk á þekktu klassísku málverki átti sér stað á Musee d' Orsay safninu í gærmorgun.

Öryggismyndavélar sýna fjórar eða fimm persónur brjótast inn um bakdyr safnsins þar sem þeir unnu miklar skemmdir á verkinu Le Pont d' Argenteuil eftir impressjónistan Claude Monet. Skemmdarvargararnir rifu 10 sm holu í verkið. Franski menntamálaráðherrann Christine Albanel segir að hægt sé að gera við verkið en að þetta hafi verið árás á franska arfleifð.

Safnið sem hér um ræðir er staðsett á vinstribakkanum í París og þar eru til sýnis mörg af meistaraverkum imperssjónistanna. Fyrr í ár réðist maðurr á verk eftir Marcel Duchamp á Pompido miðstöðinni og í ágúst síðastliðnum var fjórum málverkum stolið frá Fine Arts safninu í Nice.

Á morgun hefjast réttarhöld yfir konu sem klíndi varalit á verk eftir Cy Twombly á sýningu í Avignon. Þetta hefur leitt til þess að töluverð umræða er nú í gangi í Frakklandi um öryggisgæslu á söfnun og sýningum á frægum listaverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×