Erlent

Óttast vaxandi kynþáttafordóma

Hægri öfgamenn selja áróðursbækling á markaði í Mosvku.
Hægri öfgamenn selja áróðursbækling á markaði í Mosvku. MYND/AFP

Yfirvöld í Moskvu, höfuðborg Rússlands, óttast nú vaxandi kynþáttafordóma þar í borg. Árásum á minnihlutahópa hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum.

Það sem af er þessu ári hefur 21 maður verið myrtur og 111 orðið fyrir líkamsárásum vegna kynþáttar síns. Árásirnar hafa einkum beinst að fólki frá fyrrum löndum Sovétríkjanna í Mið-Asíu og Kákasus sem flutt hafa til Moskvu í leit að atvinnu. Í fyrra voru 37 einstaklingar frá þessum löndum myrtir og 16 árið þar á undan.

Lyudmila Shvetsova, aðstoðarborgarstjóri Moskvu, líkti ástandinu á blaðamannfundi í morgun við púðurtunnu sem væri í þann mund að springa. „Ef við bregðumst strax við mun ástandið fara úr böndunum." Shvetsova sagði nauðsynlegt að auka umburðarlyndi meðal borgarbúa.

Fyrr í sumar bannaði Yuri Luzhkov, borgarstjóri Moskvu, göngu samkynhneigðra þar í borg á þeim forsendum að hún væri satanísk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×