Erlent

Aulanóbel fyrir rannsóknir á sverðagleypum

Ig Nobels- eða Aulanóbelsverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Meðal verðlaunahafa var breskur útvarpsmaður sem fékk Nóbelinn fyrir þá uppgvötun sína að sverðagleypar geti þjást af alvarlegum hliðaráhrifum ef þeir eru truflaðir við iðju sína.

Brian Witcombe mætti sjálfur á verðlaunahátíðina, sem haldin var í Harvard-háskólanum og tók við Nóbel sínum. Hann deilir þessum verðlaunum með Dan Mayer talsmanni Alþjóðasamtaka sverðagleypa en saman gáfu þeir út skýrsluna "Sverðagleyp og hliðaráhrif þess".

Eftir að hafa rannsakað 46 sverðagleypa komust þeir félagar að eftirfarandi niðurstöðu: "Særindi í hálsi eru algeng, sérstaklega meðan verið er að læra listina eða ef menn stunda hana oftar en góðu hófi gegnir.

Meðal annara verðlaunahafa má nefna tvo prófessora fyrir rannsóknir þeirra á því hvernig lök krumpast og japanska lækninn Mayu Yamamoto fyrir tilraunir hennar að vinna vanilluilm úr kúamykju.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×