Erlent

Misstu óvart sprengju á Skotland

B 29 flugvél. Flugmenn konunglega flughersins voru hins vegar á Tornado GR4.
B 29 flugvél. Flugmenn konunglega flughersins voru hins vegar á Tornado GR4.
Flugmenn breska konunglega flughersins misstu óvart æfingasprengju á Skotland úr Tornado GR4 flugvél í æfingaflugi fyrir skömmu. Herinn á eftir að finna sprengjuna og er ekki kunnugt um hvort hún hafi eyðilagst í fallinu eða ekki. Æfingasprengjur geta ekki sprungið en líta út nákvæmlega eins og alvöru sprengjur. Talsmaður konunglega hersins sagði að jafnvel þótt sprengjan væri heil eftir fallið þá væri það mjög ósennilegt að hún myndi skaða fólk. Samt varar herinn fólk við að snerta sprengjuna ef hún finnst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×