Erlent

Lestarsamgöngur í Þýskalandi stöðvast

MYND/AFP

Nánast allar lestarsamgöngur í Þýskalandi stöðvuðust í morgun þegar lestarstjórar hjá þýska lestarfyrirtækinu, Deutsche Bahn, lögðu niður vinnu. Kjaraviðræður lestarstjóra við stjórnvöld hafa staðið yfir í marga mánuði án árangurs.

Verkfallið stóð í þrjár klukkustundir yfir háannatíma og olli miklum umferðartöfum á götum stærstu borga Þýskalands. Um 34 þúsund lestarstjórar vinna hjá Deutsche Bahn og krefjast þeir 31 prósent launahækkunar. Hafa þeir hótað frekari verkföllum fallist stjórnvöld ekki á kröfur þeirra. Stjórnvöld hafa boðið lestarstjórunum 4,5 prósenta launahækkun, sömu hækkun og aðrir starfsmenn Deutsche Bahn fengu síðastliðið vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×