Erlent

Flugvél hrapaði í Kongó

Talið er að allir sem um borð voru hafi látist. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Talið er að allir sem um borð voru hafi látist. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Óttast er að flestir, ef ekki allir, sem um borð voru í lítilli flutningaflugvél hafi látist þegar vélin brotlenti í mannþröng í Kinshasa, höfuðborg Kongó í gær. Ekki liggur ljóst fyrir hve margir voru í vélinni. Flugumferðareftirlitið í borginni hefur staðfest að nítján séu látnir en Michel Bonnardeaux, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Kongo, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að 27 hafi verið í vélinni og tveir komist lífs af. Ekki er vitað hvað olli slysinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×