Erlent

Hillary vill að Bill bæti ímynd Bandaríkjanna

Clinton gæti bætt ímynd Bandaríkjanna.
Clinton gæti bætt ímynd Bandaríkjanna.
Ef Hillary Clinton vinnur forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fær Bill, eiginmaður hennar það hlutverk að endurbyggja ímynd Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. Þetta sagði hann í samtali við breska blaðið Guardian í gær.

Clinton segir að kona hans myndi biðja hann um að fara út á meðal þjóða og laga stöðu Bandaríkjanna með því að segja fólki að Bandaríkjamenn séu opnir fyrir viðskiptum og samvinnu á ný, eftir átta ár undir stjórn repúblikana.

Clinton telur að almenningur í Bandaríkjunum velti því fyrir sér hver geti bætt ímynd þjóðarinnar eftir Íraksstríðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×