Erlent

Urðu eiganda sínum að bana

Tveir Pit Bull Terrier hundur urðu eiganda sínum að bana í Florida á þriðjudaginn. Eigandinn hafði átt báða hundana síðan þeir voru hvolpar.

Að sögn lögreglunnar í Middleburg í Flórida var Tina Marie Canterbury, eigandi hundanna, að ganga í gegn um bakgarð sinn þegar hundarnir tveir réðust skyndilega á hana. Sonur Canterbury reyndi að koma móður sinni til aðstoðar en varð fyrir árás hundanna um leið og slasaðist illa.

Það var ekki fyrr en vinur konunnar hleypti af byssuskoti til að fæla hundana að þeir létu af árásinni.

Lögreglumaður sem kom aðvífandi aflífaði svo annan hundinn en hinn fannst ekki fyrr en tveimur tímum síðar og var þá líka aflífaður.

Lögreglustjórinn í Middleburg, Rick Beseler sagðist ekki hafa séð aðra eins hundaárás á ferli sínum sem lögreglumaður.

Pit Bull Terrier hundar þykja afar grimmir hundar og eru bannaðir á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×