Erlent

Handtökuskipun á fjölskyldu Pinochets

Augusto Pinochet yfirgefur veitingastað í Santiago í Chile árið 2004.
Augusto Pinochet yfirgefur veitingastað í Santiago í Chile árið 2004. MYND/AFP

Gefin hefur verið út handtökuskipun á fimm börnum og ekkju Augusto Pinochet fyrrum einræðisherra í Chile vegna ákæru um fjárdrátt. Hershöfðinginn kom sjálfur aldrei fyrir dóm vegna spillingar og mannréttindabrota. Ákærurnar eru vegna sjóða ríkisins á bandarískum bankareikningum og eru meðal 23 ákæra sem gefnar voru út í  málinu.

Meira en þrjú þúsund manns voru drepnir, eða hurfu, á dögum herstjórnar Pinochets sem lést í desember á síðasta ári. Hann var við völd frá árinu 1973 til 1990.

Carlos Cerda dómari í málinu sagði að traustar vísbendingar væru um það að hinir ákærðu hefðu tekið þátt í misnotkun á sjóðunum. Felipe Harboe innanríkisráðherra sagði ákærurnar réttarfarslegar en vildi ekki tjá sig frekar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×