Erlent

Díana var á pillunni þegar hún lést

Díana prinsessa við jarðaför Versace tískuhönnuðarins.
Díana prinsessa við jarðaför Versace tískuhönnuðarins. MYND/AFP

Engar sannanir eru fyrir því að Díana prinsessa hafi verið barnshafandi þegar hún lést í bílslysi ásamt ástmanni sínum Dody Fayed. Þetta sagði dánardómsstjóri við réttarrannsókn yfir andláti hennar í dag. Upplýsingarnar kasta rýrð á samsæriskenningar um að leyniþjónustan hafi fyrirskipað morð á prinsessunni af Wales.

Lord Justice Scott Baker sem stýrir rannsókninni segir samsæriskenninguna afar veika og fulla af götum.

Mohamed Al Fayed, faðir Dodis, hefur haldið því fram að parið hafi verið myrt af bresku leyniþjónustunni. Karl Bretaprins hafi fyrirskipað morðið af því að móðir verðandi konungs hafi gengið með barn múslima og ætlaði að giftast honum.

Þrátt fyrir yfirlýsingarnar segir dánardómsstjóri að sönnun sé fyrir því að prinsessan hafi verið á pillunni. Á næstu vikum kæmu fram frekari upplýsingar af einkalífi hennar

. Fyrir dómi kom einnig fram að engar sannanir væru fyrir því að parið hefði ætlað að trúlofa sig, né að breska leyniþjónustan hefði fyrirskipað morðið.

Mohammed Al Fayed heldur því fram að hann hafi fengið upplýsingar um að Díana og Dodi ættu von á barni í símtali daginn örlagaríka þegar parið lést. Leyniþjónustan hafi hlerað símtöl hans.


Tengdar fréttir

Díana gæti hafa verið með barni

Mörg viðkvæm mál úr lífi Díönu prinsessu verða afhjúpuð í réttarrannsókninni yfir andláti hennar og Dodis Al-Fayed, sem er að hefjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×