Erlent

Dash vélar SAS aftur á loft

Dash vél SAS sem þurfti að nauðlenda í Vilníus.
Dash vél SAS sem þurfti að nauðlenda í Vilníus. MYND/AP

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tekið Dash 8 Q400 flugvélar í notkun á ný en félagið kyrrsetti allar vélar af þessari gerð í síðasta mánuði vegna tíðra bilana. Fyrsta flugferðin var farin í morgun frá Kaupmannahöfn til Hamborgar í Þýskalandi og gekk hún áfallalaust fyrir sig.

Alls voru 76 farþegar um borð í vélinni þar á meðal framkvæmdastjóri SAS í Danmörku. Gert er ráð fyrir því að vélin fljúgi sjö ferðir í dag.

Allar Dash 8 Q400 vélar SAS voru kyrrsettar um miðjan í síðasta mánuð eftir að tvær vélar af þessari gerð þurftu að nauðlenda í Álaborg og Vilníus. Við nánari skoðun kom í ljós að hjólabúnaður í 25 af 27 Dash flugvélum SAS reyndist ryðgaður. Áætlað er að allar Dash vélar SAS verði komnar aftur í notkun 15. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×