Erlent

Vara við hryðjuverkaárásum á evrópskar borgir

París, höfuðborg Frakklands. Mögulegt skotmark Al Kaída.
París, höfuðborg Frakklands. Mögulegt skotmark Al Kaída.

Hryðjuverkasamtökin Al Kaída undirbúa nú hryðjuverkaárásir á evrópskar og bandarískar stórborgir samkvæmt bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Eiga árásirnar að eiga sér stað á næstu vikum.

Bandaríska leyniþjónustan á að hafa komist yfir bréf sent til yfirmanns Al Kaída í Norður-Afríku þar sem minnst er á árásirnar. Viðvaranir hafa verið gefnar út til leyniþjónustustofnana í Evrópu en samkvæmt heimildum franska dagblaðsins Le Monde er talið að London ásamt borgum í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu séu í mestri hættu. Er meðal annars talað um sjálfsmorðsárásir og sprengjuárásir sem hafa það markmið að valda sem mestu skaða og glundroða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×