Erlent

Bush hafnar heilbrigðistryggingafrumvarpi

Bush vill ekki opinbert tryggingakerfi.
Bush vill ekki opinbert tryggingakerfi. Mynd/ AFP

George Bush Bandaríkjaforseti beitti í gær neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarp sem myndi bæta heilbrigðistryggingar í Bandaríkjunum yrði samþykkt.

Frumvarpið var samþykkt með ríflegum meirihluta í fulltrúadeild og öldungardeild Bandaríkjaþings. Bush færði þau rök fyrir ákvörðun sinni að frumvarpið væri fjarri upphaflegs tilgangi þess að tryggja börnum úr lágtekjufjölskyldum tryggingar. Hann vildi einbeita sér að lágtekjufólki.

Samkvæmt frumvarpinu var gert ráð fyrir að hægt væri að auka tekjur vegna skatts á tóbaks um 35 milljarða bandaríkjadala eða 2100 milljarða króna. Með þeim peningum væri hægt að tryggja 10 milljónir barna. Bush segir hins vegar að ef frumvarpið yrði að lögum myndi það verða til þess að fólk myndi vilja hverfa frá einkareknu tryggingakerfi og færa sig yfir í opinbert. Hann sagði einnig að frumvarpið fæli í sér of mikinn kostnað fyrir ríkið. Forsetinn segist vilja nota því sem nemur 300 milljörðum íslenskra króna í að bæta tryggingakerfið.

Þetta er í fjórða skiptið sem Bush beitir neitunarvaldi í embættistíð sinni sem forseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×