Erlent

Díana gæti hafa verið með barni

Díana lést í hörmulegu slysi fyrir 10 árum.
Díana lést í hörmulegu slysi fyrir 10 árum.

Mörg viðkvæm mál úr lífi Díönu prinsessu verða afhjúpuð í réttarrannsókninni yfir andláti hennar og Dodis Al-Fayed, sem er að hefjast. Hins vegar verður aldrei hægt að færa fullkomnar sönnur á það að hún hafi verið ófrísk. Þetta hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir Scott Baker lávarði, sem stjórnar rannsókninni. Samt vill Baker kanna hvort Díana gæti hafa verið þunguð. Ef svo hafi verið, gæti það hafa gefið vissum aðilum ástæðu til að myrða hana. Hann nefndi ekki hvaða aðilar þetta væru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×